You Can’t Stand in the Way of Progress / Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum

You Can’t Stand in the Way of Progress is an installation by the art-duo Angeli Novi. It was exhibited in the Museum of Living Art, Reykjavik, September 29 – December 2, 2012.

Angeli Novi was a collaboration between Steinunn Gunnlaugsdóttir and Ólafur Páll Sigurðsson. Soundscapes were made in collaboration with Örn Karlsson.

The installation consisted of audio, video and sculptural pieces. At the heart of the exhibition was a film of the same title as the show. The 20 minute long film, in English and Icelandic, was filmed during 2012 in Greece and Iceland. Around 30 people were willingly buried alive (up to their necks) during the film’s making.

The aim of Angeli Novi was to create a kind of a kaleidoscopic time machine, examining the plight of generations which, one after the other, become tools and puppets of economic and historical structures. Focusing on the personal experience of life under capitalism, Angeli Novi expose some of the ideological backdrops of these structures, the variously substance-drained core values of occidental culture, as well as the ever recurring doctrines and mantras that power uses to prop itself up.

/

Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum er innsetning eftir listtvíeikið Angeli Novi. Verkið var sýnt í Nýlistasafninu 29. september – 2. desember 2012. Angeli Novi var samstarfsverkefni Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar. Hljóðmyndir voru eftir Örn Karlsson, unnar í samvinnu við Angeli Novi.

Sýningin samanstóð af kvikmyndum, innsetningu, hljóðverkum og skúlptúrum en þungamiðjan var um tuttugu mínútna kvikmynd sem ber sama heiti og sýningin. Kvikmyndin var tekin árið 2012 í Grikklandi og á Íslandi og er bæði á ensku og íslensku. Við gerð myndarinnar voru um þrjátíu manns á öllum aldri og af mörgum þjóðernum kviksett upp að höku af fúsum og frjálsum vilja.

Markmið Angeli Novi var að skapa einskonar kaleidóskópíska tímavél þar sem rýnt væri í ýmsa fleti á hlutskipti kynslóða sem, hver á fætur annarri, verða að verkfærum og leiksoppum efnahagslegra og sögulegra bákna. Með fókusinn á persónulegri reynslu af lífi undir kapítalisma, sýna Angeli Novi hugmyndafræðilegar stoðir þessara bákna, mismunandi og merkingartæmd grunngildi vestrænnar menningar, sem og kreddur þær og þulur sem valdið tönnlast á sjálfu sér til viðhalds.