About / Um

Steinunn Gunnlaugsdóttir is a visual artist born in 1983 in Iceland. She received her BFA from The Iceland University of the Arts in Reykjavík, in 2008 and took part in an open art program in Ashkal Alwan in Beirut, Lebanon, from 2013-2014. In 2018 she was nominated as “The Artist of the Year” in Iceland. In 2021 she got The Richard Serra Award for her contribution to sculpture.

She wanders between various fields of art; sculpture, video, performance and installations. At the core of her work is the humanimal’s inner existential struggle – and how it confronts and combats the structures that surround it – or surrenders to them.

/

Steinunn Gunnlaugsdóttir er fædd árið 1983. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2008 og tók þátt í opnu listnámi í menningarstofnuninni Ashkal Alwan í Beirút, Líbanon, veturinn 2013-2014. Steinunn var tilnefnd til Myndlistarverðlaunanna á Íslandi sem listamaður ársins 2018. Árið 2021 fékk hún verðlaun úr styrktarsjóði Richard Serra fyrir framlag sitt til skúlptúrlistar.

Hún vinnur þvert á miðla og gerir skúlptúra, myndbönd, hljóðverk, teikningar, gjörninga og innsetningar.

Af gáskablandinni alvöru tekst hún á við hin fjölmörgu hugmyndafræðilegu og siðferðislegu kerfi sem mannskepnan skapar, fæðist inn í, lifir við og berst gegn. Með því að rýna í og berhátta grunnstoðir hins siðmenntaða mannheims verður til efniviður fyrir tilraunir hennar til að ávarpa samtímann.