Cell / Klefi

An installation and a found photograph printed on glass, exhibited in room number 425 at the Oddsson Hotel in Reykjavík. The photograph – showing the interior of a tiny cell – accompanied a 2016 article, published in the Icelandic daily Morgunblaðið, concerning the future of an old stone house situated in the city center of Reykjavik. The article discusses a dossier by a working group commissioned by the Ministry of the Interior to examine what kind of businesses could – and, of no less importance, should not – be housed in the building following the halt of its heretofore function.

From the day its doors first opened (only to be immediately shut and locked thereupon) until early summer 2016 – a period of 142 years – the house served as a prison, simultaneously housing a court room and a city council meeting hall for a shorter period of time. Most commonly referred to as the Rock, due to its characteristic construction material – or else the Nine, owing to its street address – the house was, in fact, Iceland’s only purpose-built penitentiary up until the 2016 opening of a new prison, located at the Hólmsheiði plateau outside Reykjavík, whereto the Rock’s overall operations were transferred.

Underneath the photograph from the old prison says: Cell – Artistic activities could be practiced there.

The work deals with the tourist industry, gentrification, housing crises, art, transformations and imprisonment.

Here is a silent documentation from the exhibition:

Ljósmynd prentuð á gler og innsetning. Sýnt í hótelherbergi númer 425 á Oddsson Hótel í Reykjavík. Ljósmyndin er fundið verk úr umfjöllun Morgunblaðsins um framtíð Níunnar, steinhlaðna hússins á Skólavörðustíg 9. Í umfjölluninni er farið yfir tillögur opinbers starfshóps um hverskonar starfsemi væri ráðlegt – og ekki – að stunda í húsinu. Allt frá byggingu hússins og fram til sumarsins 2016, eða í 142 ár, hafði húsið verið brúkað sem fangelsi, tukthús, fangageymsla, hegningarhús, steinn, prísund, dýflissa, myrkvastofa, svarthol. Þeirri starfsemi er lokið í húsinu og var hún færð út úr borginni, í nýtt fangelsi upp á Hólmsheiði.

Á ljósmyndinni sést inn í fangaklefa í gamla fangelsinu og undir henni stendur: Klefi – Þar gæti verið liststarfsemi.

Í Reykjavík, líkt og víða annarstaðar í heiminum, hefur leiguverð rokið upp og almenn húsnæðisekla ríkir. Hús sem áður voru fyrir íbúa urðu gistiheimili, veitingastaðir eða leigð til ferðmanna í gegnum netsíður. Allstaðar hafa risið ný hótel fyrir ferðamenn. En hvað verður um hótelinn ef túristaiðnaðurinn hrynur? Af samtölum við arkitekta má ráða að auðveldast væri að breyta þeim í fangelsi.

Verkið snertir á ferðamannaiðnaðinum, umbreytingu rýma, húnsæðiseklu, stöðu listamanna og listar, fangelsun og lágaðalsvæðingu.

Oddsson Hótel fór á hausinn tveimur árum eftir sýninguna.

Sýningin var í röð þriggja einkasýninga sem fóru fram í sama hótelherbergi hver á fætur annari. Sýningarrunan hét Þrju tonn af sandi / Return to sender. Hinir listamennirnir sem héldu hvor sína einkasýningu eru Bryndís Björnsdóttir og Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson.