Hold on Girl / Stattu þig stelpa

Miniature deaths or necrosis in one mans life or everyone’s life no visible wounds or scars.Hold on Girl is an 18 minutes performance video. The name of the phenomenon, performance video, describes a merging of the video camera and the performer. The performance was committed in private. The video, unedited and raw, is what remains.

The video begins when someone grabs the video camera and runs off. The view of the camera becomes the view of that person – panting, sounds from hundreds of flies and running legs between the vegetation and the man made run-down environment on a constant moving creates a sea vertigo feeling and a threatening situations. Inside of half collapsed or burned houses, full of trash and human excrement – the running person stops, puts her camera down and walks into the frame. She is a dark haired woman, dressed in white t-shirt and black pants. Her face, hair and clothes are covered in blood. She positions herself in the frame which indicates that she is either badly wounded or dead. After some time in the position, she stands up, grabs the camera and runs back off – like in a delirium and repeats the behavior over and over again.

The piece was premiered in the exhibition space Harbinger in Reykjavik and screened during few autumn nights. The show was a part of series of exhibitions by Steinunn and Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson that took place around Reykjavik in the autumn 2014.

/

Smágerðir dauðar eða drep í lífi eins eða sérhvers mans – þó aldrei sýnileg sár né ör.Stattu þig stelpa er 18 mínútna gjörningamyndband. Heitið á fyrirbærinu, gjörningamyndband, lýsir órjúfanlegum samruna upptökuvélarinnar og þess er fremur gjörninginn. Gjörningurinn var framinn í einrúmi. Eftir stendur þó sjónarhorn vélarinnar á það sem fram fór, myndband sem er ekkert klipp heldur hrátt og ósnert frá upphafi til enda.

Myndbandið hefst á því að einhver grípur um upptökuvélina og hleypur af stað. Við það verður sjónarhorn vélarinnar að sjónarhorni manneskjunnar – móður andardráttur, flugnasuð og hlaupandi fætur innan um gróðurvaxið en niðurnýtt manngert umhverfi á stanslausri hreyfingu skapar sjóriðukenndar og ógnandi aðstæður. Inní hálfhrundum húsum, brunnum eða fullum af rusli og mannaskít stoppar manneskjan reglulega hlaup sín, leggur myndavélina frá sér og gengur inn í rammann. Þetta er dökkhærð kona í hvítum stuttermabol og svörtum buxum. Andlit hennar, hár og föt eru nær alblóðug. Hún kemur sér fyrir inní rammanum í stellingu sem gefur til kynna að hún sé annaðhvort dáin eða illa særð. Eftir þó nokkurn tíma í stellingunni stendur hún upp, grípur um myndavélina (sem öðlast þá aftur sjónarhorn hennar) og hleypur aftur af stað – líkt og í óráði og endurtekur sífelt leikinn.

Verkið var sýnt þrjár haustnætur frá kl. 23 til 06 í glugga sýningarrýmisins Harbinger á Freyjugötu 1.