A performance that took place at a poetry and performance night in K18, in Berlin. The whole event was in Icelandic and visiting- and Berlin based Icelandic artist and poets performed language based pieces.
The performance started with an out loud reading of a letter:
Dear guests,
I have misbehaved lately.
I have not acted in my best manner.
I know this, even though nobody has given me a verbal or written report concerning this, and I have not over heard anything about my offenses.
My offenses are not of the kind that violate the States Laws and therefore no reason for the authorities to bring me to justice and punish me.
But therein lies the tiles in the wound – yes, I certainly feel embarrassed and I fully know my wrongdoings. But that alone neither wipes out nor equalize the crimes. Justice has not been enforced – I have not done my time. I am in debt to justice!
Someone might say that my punishment is to carry alone the burden of the one who alone knows his crimes. But that is not the way a man pays his debts. The slogan; Do Not Do Nothing, is relevant here as in other cases of debts.
In great humbleness, over a long period of time, have I searched for an appropriate way to pay back my debts. I belief I have now found the way – I dug it up from my childhood memories: The Corner Time! And when I heard that my fellow countryman were going to meet here in this city in December, I knew it was the right combination: The Corner Time and a community who knows my identity and that I grow up within… because that is the only environment where this kind of punishment may have the desired effect – only in the presence of a community of fellow citizens can The Corner Time be an adequate punishment.
Dear fellow countryman,
I will do my Corner Time tonight. In deepest humbleness I ask you to keep in mind to give me no attention during the punishment – a negative attention can be better then non at all and that kind of attention could easily feed my urge to keep on on the wrong track. I hope you will enjoy the evening and the entertainments and not let my poor presence grab your attention were I will sit on the floor by your feet and pay back what I have stolen and against the unwritten laws that binds the society together.
I am grateful
I regret
I am not afraid
I regret
I take out my punishment – pay my debtors
I regret
I bend down to the dust in hope that I might become integral again and that peace will prevail in the society regarding my crime and punishment.
After the reading the convict crawled under a table and sat under it until the end of the night. By doing that the convict has taken out hers penalty – her sentence is completed. The witnesses and a video footage that was shoot from a camera that was placed on the convicts head, demonstrate this.
/
Gjörningur framin 7. desember á upplestrar og gjörningarkvöldi skipulögðu af Gunnhildi Hauksdóttur og fór fram á vinnustofu Egils Sæbjörnssonar, K18, í Berlín. Dagskráin fór fram á íslensku.
Gjörningurinn hófst á upplestri eftirfarandi bréfs:
Kæru gestir,
ég hef ekki hagað mér vel að undanförnu.
Ég hef ekki vandað framkomu mína.
Þetta veit ég þó svo að enginn hafi tilkynnt mér það, hvorki munnlega né skriflega og ég hef ekki heyrt neitt um brot mín útundan mér.
Afglöp mín eru ekki þess eðlis að þau brjóti landslög og því ekki ástæða fyrir ríkisvaldið að rétta yfir mér og refsa.
En þar liggur flísin í sárinu – því jú vissulega skammast ég mín og ég veit fyllilega upp á mig sökina. En það eitt og sér þurrkar hvorki út né jafnar misgjörðir mínar. Réttlætinu hefur ekki verið framfylgt – ég hef ekki tekið út refsinguna. Ég er í skuld við réttlætið!
Einhver gæti sagt að dómur minn sé að sitja uppi með byrgði þess er einn veit sínar sakir. En þannig greiðir maður ekki skuldir sínar. Ekki gera ekki neitt er viðeigandi hér eins og í öðrum skuldatilfellum.
Af heiðarleika hef ég leitað lengi að viðeigandi leið til að greiða skuld mína til baka. Ég tel mig nú hafa fundið hana – úr bernskuminningum mínum gróf ég hann upp: Skammakrókinn. Þegar ég heyrði svo að samlandar mínir væru að fara að hittast hér í borg í desember vissi ég að það væri hin rétta samsetning: skammarkrókur og samfélag sem þekkir deili á mér … því einungis þannig getur refsingin haft tilætluð áhrif – einungis í votta viðurvist samfélags samþegna verður skammarkrókurinn fullnægjandi úrræði.
Kæru samlandar,
ég verð í skammakróknum í kvöld. Ég bið ykkur að hafa í huga að meðan á refsingunni stendur að gefa mér engan gaum – neikvæð athygli er betri en engin og sú athygli gæti auðveldlega afvegaleitt mig enn frekar. Ég bið ykkur samkvæmt uppskrift skammakróksins að njóta kvöldsins og dagskránnar og hundsa mig með öllu þar sem ég mun sitja við fótskör ykkar og borga það til baka sem ég hef tekið ófrjálsri hendi og á skjön við þá óskrifuðu sáttmála sem í samfélagnu ríkja.
Ég er þakklát
Ég iðrast
Ég er óhrædd
Ég iðrast
Ég tek út mína refsingu – greiði mínum skuldunautum
Ég iðrast
Ég beigi mig í duftið í von um að ég megi verða aftur heil og að friður muni ríkja í samfélaginu um glæp minn og refsingu.
Að lestri loknum fór sakamaðurinn undir borð og dúsaði undir öllum þeim borðum er á svæðinu voru það sem eftir lifði kvölds. Þar með telst að sakamaðurinn hafi tekið út refsingur sína – afplánuninni er lokið og því til sönnunar eru öll vitnin auk þess tók sakamaðurinn upp myndband með myndavél sem var fest á höfuð hennar.
Aðrir sem fram komu á kvöldinu: Bryndís Björnsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Haraldur Jónsson, Kristín Ómarsdóttir, Auður Jónsdóttir, Þórarinn Leifsson og Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson.