



Solo exhibition in artist run space MIDPUNKT in Hamraborg, Kópavogur, Iceland.
/
Einkasýning í listamannarekna sýningarrýminu MIDPUNKT í Hamraborg, Íslandi.
Sýningin GLÓPAGULL : ÞJÓÐSAGA samanstóð af tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við miklar mannabyggðir. Verkin heita: Snaran og Trúin skapar fjöll.
Snaran
Myndband og skúlptúr
Myndband rekur ferðalag rafmagns frá landsvæðinu þaðan sem það er virkjað alla leiðina til sýningarrýmisins Midpunkt í Hamraborg, Kópavogi, þar sem það er notað. Sjónarhorn myndavélarinnar er út um auga einhvers, hugsanlega trölls.
Skúlptúr, hengingarsnara úr rafmagnsframlengingarsnúru sem er búin til í lok myndbandsins, hengur í rýminu rétt fyrir framan myndbandið.




Trúin skapar fjöll
Sjö skúlptúrar og hljóðverk
Sex af skúlptúrunum eru úr púströrum og hljóðkútum undan bílum. Þeir standa á járnstöngum og er raðað í hring í kringum sjöunda súlptúrinn sem er járnstrúktúr sem heldur uppi steintegundinni glópagull. Hljóðverkið er ljóð hugsanlega flutt af álfum og hlómar það eins og gömul vísa eða galdraþula.
Ljóðið er erftirfarandi:
Tröll breitist í stein
Tröll breitist í stein
Tröll breitist í gull
Tröll breitist í gull
Glópagull
Tröll breitast í fjöll
Tröll breitast í fjöll
Glópagulls fjöll
Neðanjarðar glópagullsfjöll
Verkið tekst á við aðferð sem er stunduð upp á Hellisheiði, hliðiná rafmagnsvirkjuninni, en þar er stunduð svokölluð kolefnisförgun af fyrirtækinu Carbfix. Fyrir vissa fjárhæð geta fyrirtæki eða stofnanir keypt förgun kolefnis.
Andri Snær Magnason, rithöfundur, lýsti ferlinu ágætlega:
„Aðferðin er tiltölulega einföld, í rauninni er hér um að ræða hálfgert Soda Stream. CO2 er blandað við vatn og sódavatninu er dælt ofan í jörðina og þar verða efnahvörf þar sem lofttegundin breytist í silfurberg en með brennisteininum verður til glópagull.“