B – Be – Bee – By – Bí – Bý – بي

Sound Piece, Installation and Performance. Exhibited at The Settlement Center (History Museum) in Borgarnes as a part of the B Plan Art Festival. The audience had to go through a tourist shop and walk up some stairs like they were going to see the permanent settlement exhibition. But when taking one more floor they would enter into B – Be – Bee – By – Bí – Bý – بي

The installation was made from chairs and red and blue-green lights. In the performance one person was holding two glass bowls full of water. She moved slowly within the space and then positioned herself with the piles of chairs and paused for a while. The projection from the light through the bowls was the only thing that moved constantly and made an electrified tension. The performance took 42 minutes each time – the time it took to play the sound piece through.
The sound piece B – Be – Bee – By –Bí – Bý – بي is a linguistic game where one humanimal moves within a city and repeats the same sound: B. That sound has more than one meaning within one and the same language and different meanings between languages.

Here you can find a 7 minutes example of the sound piece:

A Few Meanings of the Sound B:

B (in english): the letter, plan b, second best
Be (in English): to be
Bee (in English): a bee
By (in Norwegian): city, town
Bí (in Icelandic): what birds say, what machines say Bí (in Icelandic): fall overboard, to hell
Bý (in Icelandic): to live
بي (in Arabic): my, in me, through me

The work is an Existential Question/Declaration/Documentation and was Born after togetherness with Shakespeare.

Photo credit: Logi Bjarnason.
/
Hljóðverk, gjörningur og innsetning. Sýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi og var hluti af Plan B Art Festival.

Til að sjá verkið þurftu áhorfendur að fara inn í túristabúð Landnámssetursins og þaðan upp stiga líkt og þeir ætluðu að sjá sögusýningu um landnám Íslands. En þess í stað gengu þau einni hæð ofar.

Innsetningin samanstóð að nokkrum tugum stóla og rauðra og grænblárra ljósa. Í gjörningnum hélt ein manneskja á tveimur glerílátum með vatni. Lýsingin í rýminu varpar á gólfið ljós/skuggamyndum af vatninu í glerílátunum. Manneskjan færði sig lötur hægt um í rýminu og kom sér fyrir inn í innsetningunni og var þá kjurr um tíma en hendurnar skulfu og hreyfðust hægt svo ljós/skuggavarpanirnar voru á mikilli hreyfingu. Gjörningurinn stóð yfir í 42 mínútur í senn – eða sem nemur lengd hljóðverksins.

Hljóðverkið B – Be – Bee – By –Bí – Bý – بي  er leikur að tungumálum þar sem ein mannskepna ferðast um mismunandi staði í stórborg og sí endurtekur með rödd sinni hljóðið . Það hljóð hefur ólíkar merkingar eftir á hvaða tungumáli og í hvaða samhengi það er túlkað.

Hér að ofan er 7 mínútna sýnishorn af hljóðverkinu.

Nokkrar af merkingum hljóðsins :

B (á ensku): bókstafurinn, næstbesta einkunn, varaplan
Be (á ensku): að vera
Bee (á ensku): hunangsfluga
By (á norsku): borg, bær
Bí (á íslensku): það sem fuglarnir segja, það sem vélar og tæki segja
Bí (á íslensku): út fyrir skipsborð / til andskotans (samanber: allt fyrir bí)
Bý (á íslensku): að búa
بي (á arabísku): minn/mitt/mín, inn í mér, í gegnum mig

Verkið er tilvistarspurning/yfirlýsing/skráning sem fæddist eftir samveru með Shakespeare.

Ljósmyndirnar tók Logi Bjarnason.